Frábær helgi

Þótt svo að skólinn taki mikinn tíma núorðið er nú smá tími líka til að leika sér. Var búin að plana smá surprise fyrir Frosta þar sem hann varð 35 ára núna á mánudaginn 17. nóv.  Byrjuðum reyndar á því að fara í leikhús síðasta föstudag með góðum hóp af fólki á Fló á skinni, alveg frábær sýning og leikararnir allir fóru á kostum, hlógum vel og lengi. Svo vakti ég hann á laugardagsmorguninn og fór með hann á suðurnesin, hann kom náttúrulega alveg af fjöllum þegar við vorum sótt af gaur á fjórhjóli en það var einmitt það sem við gerðum Tounge Fórum í klukkutíma fjórhjólaferð með http://www.atv-adventures.com/ Ég hef aldrei farið á fjórhjól áður og þetta var alveg meiriháttar gaman, Frosti varð náttúrulega alveg veikur að geta gert meira af þessu, svo fórum við í Bláa Lónið og höfðum það svakalega gott.

nov08 026

  nov08 023   nov08 025

Svo var farið heim og mér tókst að plata hann að við værum bara að taka það svona sirka rólega um kvöldið en var búin að bjóða fjölskyldunni og vinum í partý kl. 8:30, það var allavega gaman að sjá upplitið á honum þegar liðið mætti Whistling  Allavega skemmtum við okkur rosalega vel með góðu fólki og enduðum á að taka sunnudaginn bara nokkuð rólega enda kallinn orðin "næstum" 35 ára og þurfti að hvíla sig eftir helgina LoL

nov08 046

Enn bólar ekkert á bumbubúanum hennar Laugu svo að við bíðum bara enn spennt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Þú ert svo mikið krútt Ausa mín og til lukku með "gamla" manninn ;)

Erna Lilliendahl, 21.11.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Sigurlaug Kristjánsdóttir

Bumbu hvað??

Sigurlaug Kristjánsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband