Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2008 | 17:48
Flashdance snýr aftur!
Hver man ekki eftir SNILLDAR eightís myndinni Flashdance, hvaða stúlka vildi ekki vera eins og Jennifer Beal, sjóða járn, hella svo vatni yfir sig og dansa eins og maniac??!! Ég bara spyr
Draumurinn hefur sem sagt orðið að veruleika með nýju hárgreiðslunni minni - mín eigin börn þekktu mig varla..... (aðeins ljóshærðari reyndar en Jennifer - en dugar) hehehe
Fyrir þá sem þurfa að rifja upp snilldina - kíkið á þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=Jcp7v0uoybc
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 17:07
Frábær helgi
Þótt svo að skólinn taki mikinn tíma núorðið er nú smá tími líka til að leika sér. Var búin að plana smá surprise fyrir Frosta þar sem hann varð 35 ára núna á mánudaginn 17. nóv. Byrjuðum reyndar á því að fara í leikhús síðasta föstudag með góðum hóp af fólki á Fló á skinni, alveg frábær sýning og leikararnir allir fóru á kostum, hlógum vel og lengi. Svo vakti ég hann á laugardagsmorguninn og fór með hann á suðurnesin, hann kom náttúrulega alveg af fjöllum þegar við vorum sótt af gaur á fjórhjóli en það var einmitt það sem við gerðum Fórum í klukkutíma fjórhjólaferð með http://www.atv-adventures.com/ Ég hef aldrei farið á fjórhjól áður og þetta var alveg meiriháttar gaman, Frosti varð náttúrulega alveg veikur að geta gert meira af þessu, svo fórum við í Bláa Lónið og höfðum það svakalega gott.
Svo var farið heim og mér tókst að plata hann að við værum bara að taka það svona sirka rólega um kvöldið en var búin að bjóða fjölskyldunni og vinum í partý kl. 8:30, það var allavega gaman að sjá upplitið á honum þegar liðið mætti Allavega skemmtum við okkur rosalega vel með góðu fólki og enduðum á að taka sunnudaginn bara nokkuð rólega enda kallinn orðin "næstum" 35 ára og þurfti að hvíla sig eftir helgina
Enn bólar ekkert á bumbubúanum hennar Laugu svo að við bíðum bara enn spennt!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 16:17
Stressköst og aðrar tilfæringar t.d. lyftingar
AAAARRRGGG.... ég held ég sé haldin prófkvíða af versta tagi. Aðeins rétt rúmlega 2 vikur eftir af skólanum. Jólaprófin byrja 4 des og ég er í kvíðakasti. Blóðþrýstingurinn búinn að hækka töluvert, hvæst á fjölskyldumeðlimi þegar súrmjólkin klárast, farið á klósettið 2svar á dag með magapínu, hálsrígur og vöðvabólga, eirðarleysi, einbeitingarleysi, kæruleysi, andleysi, vonleysi og jú mig langar miklu frekar að taka til í geymslunni, bóna bílinn, þrífa klósettið eða þrífa með eyrnapinna í öll horn. Fór reyndar í voða dekur um daginn - átti nebblega gjafabréf í Laugar Spa í andlitsbað mmmmm...þvílík sæla hefði alveg getað legið þar út desember, jahh allavega til svona 20.des.
Byrjaði meira að segja að fara aðeins í ræktina aftur , jahh allavega 2svar 3svar...uhhh
En nóg um væl og vein og svoleiðis þunglyndisrugl. Bíð spennt eftir fyrsta erfingjanum í Drekahellinum hjá þeim Laugu og Elvari, bóndinn verður 35 ára á mánudaginn, sé fram á notaleg jól og gott jólafrí þegar stressinu er lokið...reyni að halda dauðahaldi í öll tilhlökkunarefni, samkomur, félagsskap og eitthvað sem gefur manni ljósið í myrkrinu
Er að fara í leikhús á föstudagskvöldið með agalega skemmtilegu fólki og það mun næsta víst verða skemmtilegt.
En svona til að toppa daginn þá er skemmtileg frétt á www.slf.is - Gunnar Logi "litli" strákurinn minn að taka á því - 12 ára og efnilegur:
http://www.slf.is/styrktarfelag-lamadra-og-fatladra/frettir/nr/336/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2008 | 12:59
hmmm..
Ég er nú ekki vön að tjá mig um pólitík en ég bara verð að játa mig sigraða... ég botna ekki upp né niður í þessum orðahafi. "Vergri" = getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þetta allt þýðir.... um hvað fjallar þessi grein á íslensku?
Ég ætla ekki að þykjast skilja allt þetta orðaflaum sem er búið að vera í gangi, sumt skil ég vel , sumt bara alls ekki - það mætti vera svona túlkur við hliðina á táknmálstúlknum sem þýðir hvað þetta fólk er að segja á mannamál...eða á "almennu" mætti kannski kalla það.
Er einhver í sömu sporum og ég eða er ég með einhvers konar pólitíska-orðblindu?
85% af vergri landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2008 | 15:27
Meðaljón
"Meðalstúdentinn í Háskóla Íslands er 31 árs. Yngsti nemandi skólans er aðeins 17 ára og sá elsti rúmum 60 árum eldri. Eiríkur Einarsson rýndi í tölur um aldurskiptingu nemenda við HÍ.
Tæplega 14 þúsund stúdentar eru skráðir í Háskóla Íslands og er meðalaldur þeirra er 31,06 ár, samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofnun Háskólaskólans. Rétt rúmlega 4000 nýnemar hófu nám í skólanum í haust og er meðalaldur þeirra tæp 29 ár. "
Þessar upplýsingar komu mér á óvart. Ég var einmitt að hugsa þegar ég labbaði inn í 200 manna sálfræðibekkinn minn hvað það væru margir "MIKIÐ" yngri en ég hahaha - ég gamla geitin gæti verið mamma þeirra allra hugsaði ég með mér....nei ok við skulum nú ekki vera með of mikið drama varðandi aldurinn En staðreyndirnar virðast nú bara vera svo að ég er nú bara rétt yfir meðallagi....er það ekki annars alltaf gott
Og til að hafa þetta á hreinu þá er aldrei of seint að byrja í skóla : "Elsti nemandinn er 79 ára en 3 nemendur hafa náð 78 ára aldri."
Tekið af stórfínni síðu sem heitir : www.student.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 12:39
Skóla, jóla, hjóla hvað
Nú er bara allt crazy að gera, tókum reyndar rólega helgi, lærði ekki neitt!! Fórum í yndislegt matarboð hjá Dísu vinkonu Birgis og fengum alveg æðislegan mat í skemmtilegum félagsskap! mmmm Takk fyrir okkur! Ætluðum að fara að mála bæinn eitthvað rauðan en það tókst ekki betur en svo að við fórum heim um 1 leytið sem var reyndar bara gott. Afrekuðum að mála aðeins upp á Grensásvegi á laugardeginum þar sem Unnar fór til pabba síns.
Gunnar Logi fór svo á námskeið laugardag og sunnudag með öðrum krökkum með CP , markmiðið var svona að þjappa krökkunum saman og fá þau til að ræða aðeins sín á milli þeirra persónulegu reynslur að vera með fötlum og annað í þeim dúr , svo var líka bara haft það gaman:) Mér fannst nú á Gunnari að hann hafi nú bara haft nokkuð gaman af þessu, stjórnendurnir hrósuðu honum mikið að vera svona opinn, duglegur að tjá sig og fá hina til að opna sig aðeins líka.
Framundan er svo próf í tölfræði , mín langsterkasta hlið...ehh Hlakka rosalega til.......
Svo er bara kominn snjór...haldiðið að það sé nú....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 20:51
Myndir úr stóðréttum
Setti inn nokkrar myndir úr stóðréttunum inn í albúmið "Stóðréttir 2008".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2008 | 12:53
Hó hó hó
Jæja best að hripa einhverjar línur niður svona til að vera með. Mikið búið að ganga á í haust og margt breyst síðan síðast. Pabbi veiktist og lést 2. september og mikið búið að ganga á síðan þá. Maður er svona búinn að vera að reyna að koma sér upp úr doðanum og reyna að byrja almennilega í sálfræðinni í HÍ....já ég veit það er mánuður síðan skólinn byrjaði Þetta kemur vonandi með kalda vatninu og vatnið má alveg fara að kælast mjööög fljótlega. En búin með fyrsta prófið sem var í Almennri sálfræði og næst á dagskrá er ritgerð....alltaf fjör í háskólanum allavega.
Annars svona á öðrum nótum þá er ég alveg yfir mig skotin og ekkert nema gott um það að segja. Fyndið hvað hlutirnir geta breyst ótrúlega fljótt en er það ekki einmitt það dásamlega við lífið. Það er margbreytilegt og skiptst geta veður í lofti á milli hamingju og sorg ótrúlega fljótt. Fórum í stóðréttirnar fyrir norðan síðan í byrjun september og það var ótrúlega gaman og nákvæmlega það sem maður þurfti , aðeins að eyða tíma með yndislegu fólki í yndislegu umhverfi og ekki ónýtt að verða ættleiddur í leiðinni Frosti stóð sig ótrúlega vel og stóðst inntökuprófið hjá ættingjunum hehe
Gríslingarnir eru hressir og loksins er ég búin að fá liðveislu fyrir Gunnsa og er alveg rosalega ánægð með það. Hún er alveg frábær og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel. Gunnar eyddi helginni með henni Beggu og co og ég held bara að hann hafi verið mjög ánægður með þetta allt saman og við fengum smá hvíld í leiðinni ekki það að það hafi ekki verið mikið að gera eins og alltaf. Eyddum megninu af laugardeginum með Einari, Jöru og Stínu í bílskúrnum úti á Nesbala að fara í gegnum dótið þar og uhhh jahhh sko við skulum orða það þannig að ég hef erft ótrúlega söfnunaráráttu frá pabba held ég þar sem mest af dótinu var gamalt dót frá mér sem ég hef geymt frá sautjánhundruð og súrkál. Þar á meðal : bíómiðar frá 1983, glansmyndabækur og límmiðasafn, gömul ástarbréf og öll sendibréf sem ég hef fengið um ævina, gamlir brjóstahaldarar og föt ýmiss konar, bangsar og dúkkuhús, steinar!, gömul bekkjarblöð og skriftarbækur frá því ég var í 2 og 3ja bekk í grunnskóla.... Ég held ég verði að fá mér stærri íbúð til að flytja þetta úr einni geymslu í aðra því ekki ætla ég að henda þessu sko....!!
En nóg í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2008 | 10:44
Róleg verslunarmannahelgi
Áttum mjög notalega helgi í Brekkubæ í Kjósinni um helgina. Notuðum tímann til að dytta að hinu að þessu þ.a.m. mála og laga . Svo komu Erla, Lauga, Elvar, Ísabella og Múfu í mat á laugardeginum til okkar og það var mjög notalegt að fá þau í heimsókn. Við ákváðum að prufa soldið nýtt og grilluðum lambalæri í holu. Ég mæli með þessari aðferð , rosalega gott!! Lauga er orðin algjör bumbulína og lítur svakalega vel út Múfú alltaf í stuði og Elvar sýndi snilldartakta með fótboltann með krökkunum. Svo gisti Ísabella með okkur út helgina. Unnar og Gunnar voru bara í nokkuð góðu stuði og Frosti sýndi hvað hann getur gert með spýtum, sög og nokkrum skrúfum og smíðaði þennan fína ramp upp á pallinn. Svo fórum við að veiða út á bátnum en veiddum því miður ekki neitt
Vinnuvikan annars meira en hálfnuð og hlakka til að fara í brúðkaup til Brynjólfs frænda á laugardaginn næsta
Svo styttist í að skólinn byrji hmmm....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2008 | 22:00
Til hamingju með afmælið elsku Gunnar Logi minn!
27.júlí 1996 var mjööög stór dagur í mínu lífi, reyndar átti sá dagur ekkert að renna upp fyrr en um 26. sept en gaurinn ákvað að drífa sig bara í heiminn. Gunnar Logi fæddist 8 merkur og 45 cm, stór og myndarlegur miðað við að vera 2 mánuðum of fljótur Fyrsta barn og allt nýtt, tilhlökkunartilfinningar í bland við smá hræðslu og kvíða fyrir hinu óvænta og hinu nýju fyrir mig 22 ára "krakka" og Tomma pabba hans 23 ára. 12 ár eru liðin - ótrúlegt er þetta litla kríli orðið að stórum strák, næstum jafnstór og ég orðinn Úff og ekki langt að líða að unglingaárin fari að segja til sín....tala nú ekki um fermingu! hahaha
Til hamingju með afmælið elsku strákurinn minn
Afmælisdagurinn fór nú ekki alveg eins og planað var, ætluðum að hafa smá afmæliskaffi kl. 16 en ég endaði upp á spítala með vökva í æð og engin kaka.... en við bætum það upp á morgun þá verður sko bökuð rosa súkkulaðikaka með fullt af nammi
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)