Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2008 | 20:14
Fjallageit
Helgin leið...svona nokkuð tíðindalaus fyrir sig, vinna, bíó, grill, afmæli, KFC ekki endilega í þessari röð samt. Og svo gekk ég á Keili! Ó já ekkert smá stolt af því sko... Ekki svo erfið ganga en nóg fyrir svona byrjanda eins og mig :) En svakalega var það gaman og ekkert smá gott að komast á toppinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 15:46
hahaha
Ég er búin að sjá þetta oft en alltaf hlæ ég jafn mikið....
Góð leið til að hressa upp á annars mjög letilegan sunnudag
http://www.youtube.com/watch?v=11lRFvq8miQ&feature=related
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2008 | 05:09
Numbers...
Yeah. Sexy, huh? And heres another number: five. Thats how old my other daughter is. Seven is my sons age. Two is how many times I been married and divorced. You getting all this? 16 is the number of dollars in my bank account. 555-3943 is my phone number. And with all the numbers I gave you, Im guessing zero is the number of times youre gonna call it!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 22:27
I shall be watching you my dear Watson...with my third eye...
Ég er dottin í glápið....keypti mér á Amazon...sem ég geri nánast aldrei! frábæra þætti. Hver man ekki eftir gömlu góðu Sherlock Holmes þáttunum þar sem Jeremy Brett lék ÓAÐFINNANLEGA hinn ódauðlega spæjara. Sófinn á Fornuströnd, mamma, lakkrísrör, Siríus súkkulaði lengja og hinn eini sanni Sherlock Holmes.... Brill!
http://www.youtube.com/watch?v=NqxDf_-yUDQ&feature=related
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 00:18
Babb í bátinn!
Var að læra nýtt orð í dag. Að norpa! Sumum finnst ég eflaust heldur sein að fara að læra ný orð svona á gamals aldri og aðrir eflaust hneykslast á því að ég hafði aldrei heyrt þetta áður. Að norpa úti í kuldanum.... er samt í raun engu nær hvað "norpa" þýðir? Er það að hanga úti í kulda, eða úti almennt, norpa virðist vera oft samferða kulda eða útiveru ...kannski svipað að hýrast...við hýrumst ekki mikið í hita en við virðum hýrast úti í kuldanum frekar. Hýrast...hmm..næstum engu nær heldur hvað hýrast þýðir. Annað datt mér í hug t.d. "nú kom babb í bátinn" ...hvað er þetta "babb"! Abbabbabb...nei ekkert með það að gera...skýringin sem alfræðiorðaritið gefur er einhvers konar óánægju babbl skipverja...eða kannski skylt "bobba" ... hann kom honum í bobba...sem sagt vandræði sem sagt einhvers konar vandræði..."nú kom bobb í bátinn" ?? Litlu nær Mér finnst að við ættum að taka upp orðbragðið "sá er nú prettóttur" en það heyrist nú sjaldan núrorðið. Svik og prettir að mínu mati
En vá hvað ég er komin núna langt frá kunnáttu minni í okkar ylhýra máli (er yppsilon y í "ylhýra" annars?
Bara svona pælingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2008 | 17:54
London..
Fór til London um helgina - vegna vinnu en agalega var nú gott að komast út úr norminu hérna heima og brjóta upp hversdagsleikann. Ég hef ekki verið mjög hrifin af London undanfarin ár. Bjó þar í ár fyrir löngu síðan og einvhern veginn fékk nóg af henni en ég held að þessir 3 dagar hafi endurvakið ást mína á borginni. Ég sá fullt af hlutum sem ég hef séð oft áður í einhverju öðru ljósi. Fór út á laugardeginum , svo var sýning á sunnudeginum og svo höfðum við mánudaginn nokkurn veginn bara fríann og röltum bara um og slöppuðum af. Fórum út að borða á laugard.kvöldið á rosalega sætan ítalskan veitingastað og borðuðum yfir okkur, svo á sunnudagskvöldið fórum við á geggjaðan stað sem heitir Asia de Cuba úfff...þvílíkur matur , þetta er æðislegur staður, flottur , vel staðsettur miðsvæðis í leikhúsahverfinu. Við rúlluðum heim og horfum svo á sunnudagsbíó í sjónvarpinu upp á hótelinu....svakalega nice að slappa svona af líka. Svo fórum við líka á stað sem er með frábært sushi og mér fannst það nú ekki leiðinlegt þar sem ég elska sushi. Það var sem sagt borðað vel og mikið
En mikið er nú gott að koma heim og knúsa afleggjarana og sofa í rúminu sínu - það er einmitt stór hluti af því hvað það er gott að fara og koma aftur - maður metur þessa hversdagslegu hluti svo miklu betur....allavega í smá tíma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 20:38
Voff...
Miklar breytingar búnar að vera undanfarið. Búið er að selja búðina og nýr eigandi tekinn við og það er vægast sagt búið að vera allt á haus undanfarið. Ég verð í búðinni reyndar aðeins áfram að hjálpa nýju eigendunum að koma sér inn í allt og með fylgja miklar breytingar sem ég held reyndar að verði mjög góðar og kominn tími á :) Eftir smá tíma mun ég samt fylgja fyrri eigendum inn í þeirra fyrirtæki og vinna áfram hjá þeim. Ég hlakka bara til að skipta um vettvang - ekkert ósvipaður en samt ólíkur. Það má segja að ég sé alltaf að læra eitthvað nýtt og hér verður engin breyting á . Öll reynsla er góð og mér finnst rosalega gaman af því sem ég er að gera og vonandi verður áframhald á því
Fór annars í sund um daginn með litla 3ja ára jólasveininn og hann er ekkert óvirkari í sundi en á landi , hann var með handkúta og ég hélt svona undir magann á honum og sagði honum að synda...þ.e. sprikla með löppunum svo sagði ég honum að gera hundasund, svona eins og hundarnir gera og sýndi honum með höndunum - hann tók sig nú þá bara til og fór að gelta litla greppitrýnið og honum var grafalvara með þessu. Svo við svömluðum um , ég skellihlæjandi og hann geltandi...já ég er sú sem var með geltandi barnið í Lágafellslaug um daginn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 12:39
Hlutverkaleikir og klöppum fyrir því
Er mikið búin að vera að spá í þau mörgu hlutverk sem maður leikur á lífsleiðinni og þá kannski sérstaklega hlutverkin sem maður er í í dag. Móðurhlutverkið spilar eðlilega mjög stóran part í þessu núna sérstaklega þegar maður er einn með púkana og nóg að gera að halda öllu saman og sinna öllum hlutverkunum. Ég fór t.d í hlutverk pípara í gær....hef yfirleitt alltaf hræðst það hlutverk mikið, skil ekki upp né niður í pípum eða vatns- eða klósettlögnum. En það er svona þegar maður getur ekki alltaf hóað í einhverja hjálp þá verður maður víst að feisa hlutina sjálfur. Eftir að baðvaskurinn var svona búinn að vera að stíflast hægt og rólega var komið að því óumflýjanlega, ég vissi að það hafði eitthvað dottið ofan í hann (eða verið troðið) fyrir einhverju síðan og ályktaði ég að það væri orsökin að núna rann ekkert ofan í hann. Eftir að hafa skoðað vel og vandlega pípurnar, fundið út hvar ætti að skrúfa þær í sundur, tók ég skúringarfötuna og byrjaði að losa ....OG viti menn eftir að vatnið hafði frussast út um allt sem var í pípunum kom í ljós 3 lok af linsuboxum, steinar, sandur, gras og meira að segja smá blóm líka og fullt af hárum.... Ekkert skrýtið að vaskurinn hafði gefist upp. En ég lærði á þessu að maður á nú alltaf allavega að prufa .... hvað er það versta sem hefði getað gerst....og ég tek það fram að ég vil ekkert endilega fá svar við þessu
Vaskurinn er eins og nýr og ég klappa mér á bakið fyrir hetjulegan framgang í mínu fyrsta píparaverkefni.
Sum hlutverkineru hins vegar ekki eins auðveld og þetta...það eru hlutverkin þar sem maður þarf að fara í læknasloppinn, setja upp sálfræðigleraugun, svara heimspekilegum spurningum, taka fram agaröddina, skemmtanastjórahattinn eða fara í leikhaminn. þá fyrst reynir á sálartetrið, kænskuna, hugmyndaflugið og þolið. Tala nú ekki um að sinna öllum þessum hlutverkum án þess að segja styggðarorð, skiptir engu máli í hvernig formi maður er sjálfur, viðurkenni það alveg að það tekst nú ekki alltaf eeen maður gerir sitt besta - ræstitæknirinn, píparinn, smiðurinn, saumakonan, vinnukonan og þrællinn eru mun auðveldari hlutverk . Þau eru hrein og bein og maður á ekki það á hættu að aðgerðir í þessu hluverkum geta haft áhrif á gólftuskuna eða pípulagnirnar fyrir lífstíð.
Hvaða hlutverk er okkur mikilvægast - það er spurningin annars?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2008 | 17:53
Ég er að spá í að fela mig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2008 | 22:57
Þetta fullorðna fólk....
Áttum fína páska þótt ég verði að segja að ég verð hálffegin að komast aftur í vinnu og hitta fullorðið fólk aftur. Tókum því að mestu rólega, skruppum aðeins upp í bústað á laugardeginum og fórum í páskaeggjaleit á sunnudagsmorgunin, þá var páskakanínan vakin eldsnemma til að fara og fela egg út um allt sem og hún gerði. Er svona nokkurn veginn búin að vera í því hlutverki alla páskana monkey says ..monkey does já eða þannig. Börnin urðu fljótt súkkulaðihúðuð og við héldum nú bara aftur heim á sunnudeginum. Fórum svo í sund í dag og svo stalst ég í bíó í kvöld....bara svona til að hvíla mig ehhh
Tók nokkrar myndir sem ég setti inn í mars albúmið. En þetta myndband er tekið upp í bústað af litla dýrinu sem virðist eins og það hafi verið andsetið ....veit ekkert hvaða krakki þetta er... og síður hver elur þetta upp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)