6.3.2008 | 10:43
Skíðaferð til Akureyrar
Jæja styttist í skíðaferðina okkar krakkana. Síðast þegar við fórum 2005 á skíðanámskeið til Akureyrar á vegum Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttasambands Íslands og Winter Park Colorado skemmtum við Gunnar okkur frábærlega. Núna ætla ég að taka Júlíu líka með og hún er svaka spennt enda fórum við um daginn í Bláfjöll og ég kenndi henni á skíði...að sjálfsögðu var stelpan með náttúrulega hæfileika...hehe
Ætlum að bruna norður á föstudaginn - gista á Kea 2 nætur og fara í mat til Stínu og skíða svo heilmikið :) Hlakka alveg rosalega til enda líka gott að skipta um umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt :)
Nokkrar myndir síðan 2005.
Athugasemdir
Þetta verður örugglega rosa fjör! Góða skemmtun elskurnar og farið varlega
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 6.3.2008 kl. 11:16
Vona að þið eigið stórkostlega helgi!!
Erna Lilliendahl, 6.3.2008 kl. 17:14
Gaman gaman, góða skemmtun !!
María Tómasdóttir, 6.3.2008 kl. 22:06
Vertu bara viss um að pakka Batgirl búningnum hann hentar einstaklega vel í brekkurnar.
Sigurlaug Kristjánsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:18
Góða skemmtun...það er svona sleði líka hjá okkur
Einar Bragi Bragason., 7.3.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.