Ekki fyrir aumingja! :D

Fékk þá snilldarhugmynd að leggja af stað á fimmtudagskvöldið. Við vorum náttúrulega heila öld að koma okkur af stað...Færðin var góð framan af en svo fór nú að renna á mig 2 grímur...Heiðin var hræðileg og eftir að við fórum fram hjá Staðarskála fór mér ekkert að lítast á þetta....Ég ákvað að beygja inn hjá Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem ég vissi að þar var líka farfuglaheimili þar sem ég hafði verið svo forsjál að taka með mér eintak af “Áningu 2008” þegar ég skrapp á klósettið í Borgarnesi. En ég fór of langt og festi mig í skafli beint fyrir framan skólann. Ég sá ljós í húsi aðeins ofar og skokkaði yfir skaflana eftir að hafa séð að það var nú ekki fræðilegur að losa bílinn sjálf. Fólkið þar var yndislegt og hjálpaði okkur að losa bílinn og hleypti okkur inn í Farfuglaheimilið Sæberg þar sem umsjónarfrúin var ekki viðlátin sjálf. Þau bjuggu um okkur og voru ekkert nema almennilegheitin. Krakkarnir voru svona hálfundrandi á þessu öllu saman en morguninn eftir þegar við vöknuðum var rjómablíða, tindrandi snjór og yndislegur morgun. Allir höfðu sofið vel eftir ævintýrið kvöldinu áður. Ég skildi eftir 6 lítil Siríus páskaegg við hurðina hjá bjargvættunum áður en við fórum þar sem þau voru ekki við til að ég gæti þakkað þeim áður en við fórum. Leiðin lá til Akureyrar...það var töluverð hálka og ég komst að því að bíllin minn var á ónýtum nagladekkjum. 

Loksins komumst við til Akureyrar og fórum á hótelið, fengum mjög gott herbergi, stórt með aðgengi fyrir hjólastóla, fórum svo og ryksuguðum bílinn, fengum okkur að borða á Bautanum, rúntuðum og slökuðum svo á upp á herbergi. Fórum svo á fund kl. 8 þar sem námskeiðið og samstarfsaðilar voru kynntir, sýndar myndir og reynslusögur foreldra- greinilega mikið búið að gerast síðan á síðasta námskeiði en enn meiri kynning og enn betra umtal myndi örugglega svo sannarlega vekja áhuga og athygli fleiri en einhvers staðar verður þetta að byrjaJ T.d. er búið að stofna félag sem heita Klakarnir og er markmiðið að styðja fólk að stunda svona vetraríþróttir og fleira : www.klakarnir.is . Og þar kom einnig fram að skíðaíþróttin er sko ekki fyrir aumingja – og fólk með fötlun eru sko engir aumingjar! ;) Allir uppgefnir og sofnaðir um 10 leytið J Við vöknuðum hress og fórum í morgunmat. Ég fór svo á dekkjaverkstæði og setti mig á hausinn með 2 glænýjum framdekkjum sem var ekki vanþörf á enda strax munur á bílnum. Drifum okkur svo upp í fjall og ég og Júlía byrjuðum á að skíða aðeins saman og svo byrjaði Gunnar í kennslunni. Hann fékk fínan kennara hana Beth frá Winter Park Colorado (http://nscd.org/ )  til að byrja með en svo tóku Friðrik og Tómas við og eru þeir báðir þrælvanur, Friðrik á tvítuga stelpu sem er núna ákkúrat að keppa á “einskíði” í Bandaríkjunum ;) Upprennandi ólympíufari myndi ég segja ;)

Annar strákur á námskeiðinu Breki (12 ára)  er einnig upprennandi skíðamaður á “einskíði” og var hreint frábært að fylgjast með honum.

Skíðað allan daginn í frábæru veðri og frábæru færi. Fórum svo heim og hressstum okkur aðeins við áður en við fórum í mat til Stínu vinkonu ...mmm...fengum æðislegan mat og gaman að hitta þau öll – takk fyrir matarboðið elsku Stína og Davíð J

Vorum mjög lúin þegar við fórum að sofa um 10. Sunnudagur....fórum á fætur hress og kát eftir örugglega 11 tíma svefn og fengum okkur morgunmat, tókum svo dótið saman og fórum upp í fjall. Aftur æðislegt veður og gott færi, smá þoka sem kom nú samt ekkert að sök. Aftur byrjuðum ég og Júlía aðeins , ég notaði tækifærið og fór nokkrar ferðir alveg upp, rosa gaman hehe. Svo tók kennslan við og Friðrik og Tómas voru mættir og ég tók núna virkari þátt í að læra að styðja við Gunnar, það var rosa gaman og ég fékk sko að heyra það frá Gunnari þegar hann var ósáttur við móður sína...Eftir nokkrar byltur, brun og svig lauk þessu svo um kl. 3. Þá hittust allir og við kvöddum alla. Frábært framtak hjá öllum sem stóðu að þessu, vel skipulagt og æðislega gaman! Ég allavega hvet ALLA sem eiga börn með einhvers konar fötlun að prufa þetta, sjáið ekki eftir því – við vorum öll sammála á fundinum að það sem helst oft stæði í vegi fyrir að prufa svona væru í raun foreldrarnir þar sem þeir ættu erfitt með að sjá möguleikana í þessu, en þeir eru endalausir og bara lausnir engar hindranir...og mestu máli skiptir ...að hafa gaman að þessu!! Þessi búnaður er til á helstu skíðastöðum landsins og við eigum fullt af fólki á öllum vígstöðvum sem er búið að þjálfa til að hjálpa við að nota hann!  Takk Anna Karólína, Friðrik, Tómas, Jón, Beth Fox, Sverrir, Guðný, Lilja og allir sem stóðu að þessu, fyrir stuðninginn og frábæra helgi!!

Héldum heim á leið eftir að hafa skíðað og sem betur fer gekk heimferðin betur J Krakkarnir alsælir með ferðina og ævintýrið J Og ég að borga fyrir þetta í dag með strengjum dauðans ....úff... hehe

Læt fylgja með Powerpoint sýningu með myndum úr ferðinni...aðallega úr fjallinu...munið að stilla hljóðið hátt!! Grin  (skráin er merkt : Myndbönd: Akureyri2008-smá þolinmæði meðan það loadast)

 http://www.123.is/audurs/default.aspx?page=video


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Gaman að heyra að þið hafið átt frábæra helgi ...svona þrátt fyrir smá svaðilfarir....knús á línuna!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.3.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband