24.3.2008 | 22:57
Þetta fullorðna fólk....
Áttum fína páska þótt ég verði að segja að ég verð hálffegin að komast aftur í vinnu og hitta fullorðið fólk aftur. Tókum því að mestu rólega, skruppum aðeins upp í bústað á laugardeginum og fórum í páskaeggjaleit á sunnudagsmorgunin, þá var páskakanínan vakin eldsnemma til að fara og fela egg út um allt sem og hún gerði. Er svona nokkurn veginn búin að vera í því hlutverki alla páskana monkey says ..monkey does já eða þannig. Börnin urðu fljótt súkkulaðihúðuð og við héldum nú bara aftur heim á sunnudeginum. Fórum svo í sund í dag og svo stalst ég í bíó í kvöld....bara svona til að hvíla mig ehhh
Tók nokkrar myndir sem ég setti inn í mars albúmið. En þetta myndband er tekið upp í bústað af litla dýrinu sem virðist eins og það hafi verið andsetið ....veit ekkert hvaða krakki þetta er... og síður hver elur þetta upp!
Athugasemdir
Þvílíka dúllan!!!!
Erna Lilliendahl, 25.3.2008 kl. 11:52
Hahahahahah! Frábært atriði og veeeeel valinn texti!
Sigurlaug Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.