Þetta fullorðna fólk....

Áttum fína páska þótt ég verði að segja að ég verð hálffegin að komast aftur í vinnu og hitta fullorðið fólk aftur. Tókum því að mestu rólega, skruppum aðeins upp í bústað á laugardeginum og fórum í páskaeggjaleit á sunnudagsmorgunin, þá var páskakanínan vakin eldsnemma til að fara og fela egg út um allt sem og hún gerði. Er svona nokkurn veginn búin að vera í því hlutverki alla páskana monkey says ..monkey does já eða þannig. Börnin urðu fljótt súkkulaðihúðuð og við héldum nú bara aftur heim á sunnudeginum. Fórum svo í sund í dag og svo stalst ég í bíó í kvöld....bara svona til að hvíla mig ehhh Smile

Tók nokkrar myndir sem ég setti inn í mars albúmið. En þetta myndband er tekið upp í bústað af litla dýrinu sem virðist eins og það hafi verið andsetið ....veit ekkert hvaða krakki þetta er... og síður hver elur þetta upp! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Þvílíka dúllan!!!!

Erna Lilliendahl, 25.3.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Sigurlaug Kristjánsdóttir

Hahahahahah! Frábært atriði og veeeeel valinn texti!

Sigurlaug Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband