16.4.2008 | 17:54
London..
Fór til London um helgina - vegna vinnu en agalega var nú gott að komast út úr norminu hérna heima og brjóta upp hversdagsleikann. Ég hef ekki verið mjög hrifin af London undanfarin ár. Bjó þar í ár fyrir löngu síðan og einvhern veginn fékk nóg af henni en ég held að þessir 3 dagar hafi endurvakið ást mína á borginni. Ég sá fullt af hlutum sem ég hef séð oft áður í einhverju öðru ljósi. Fór út á laugardeginum , svo var sýning á sunnudeginum og svo höfðum við mánudaginn nokkurn veginn bara fríann og röltum bara um og slöppuðum af. Fórum út að borða á laugard.kvöldið á rosalega sætan ítalskan veitingastað og borðuðum yfir okkur, svo á sunnudagskvöldið fórum við á geggjaðan stað sem heitir Asia de Cuba úfff...þvílíkur matur , þetta er æðislegur staður, flottur , vel staðsettur miðsvæðis í leikhúsahverfinu. Við rúlluðum heim og horfum svo á sunnudagsbíó í sjónvarpinu upp á hótelinu....svakalega nice að slappa svona af líka. Svo fórum við líka á stað sem er með frábært sushi og mér fannst það nú ekki leiðinlegt þar sem ég elska sushi. Það var sem sagt borðað vel og mikið
En mikið er nú gott að koma heim og knúsa afleggjarana og sofa í rúminu sínu - það er einmitt stór hluti af því hvað það er gott að fara og koma aftur - maður metur þessa hversdagslegu hluti svo miklu betur....allavega í smá tíma
Athugasemdir
Gott að fá þig heim elskan
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.4.2008 kl. 19:06
Alltaf gott að breyta til :)
Erna Lilliendahl, 16.4.2008 kl. 20:53
Asia de Cuba er einhver flottasti staður sem ég hef borðað á og maturinn , nnnnnnnnnnnnaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Hildur Þöll (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.