21.5.2008 | 21:41
Ójá!
Ég veit ég veit...búin að vera löt að blogga. Brjálað að gera eins og vanalega. Er að fara svo til Alicante í viku með Erlu!!! Vííííí ... Förum út 2.júní út og ætlum sko að liggja eins og skötur á ströndinni með Margaritu í einni og sólarolíu í hinni Ohhh hvað ég hlakka til! Æðislegt að komast aðeins í sól og sumar, hótelið er á besta stað og með morgunmat og kvöldmat þannig að það verður bara Sangria í hádeginu hehe.
Annars er ég að fara að færa mig smá saman í heildsöluna núna en er samt með annan fótinn í búðinni. Það verður breyting að skipta alveg en samt er spennt fyrir því. Helgin verður örugglega crazy...tala nú ekki um ef við rúllum þessu upp annað kvöld í Eurovision , og ég á nú ekki von á öðru..alltaf bjartsýn Áfram Ísland!
Athugasemdir
Gott hjá ykkur!!! Eigið skilið að sóla ykkur á framandi stað og gera nokkra skandala, klæddar í sandala ;)
Erna Lilliendahl, 21.5.2008 kl. 22:53
Hæ Ausa mín - alltof langt síðan ég hef heyrt í þér !!
Er ekki kominn tími á hitting stelpa
Nansý
Nanna (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:30
Get ekki beðið!!!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 29.5.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.