29.5.2008 | 20:48
Og jörðin sagði til sín...
Við fengum hressilega áminningu í dag að við megum okkur lítils gagnvart móður náttúru. Þótt maður lesi um jarðskjálfta og flóð sem valda manntjónum og hræðilegri eyðileggingu er erfitt að ímynda sér þær aðstæður. Sjálf var ég stödd í dag þar sem verið er að reisa nýja Hagkaups verslun í Garðabæ, og við vorum að raða vörum í hillur í sakleysi þegar allt lék á reiðiskjálfi, fólk leit í kringum sig með undrunarsvip eins og okkur íslendingum er einum lagið og sagði: Var þetta jarðskjálfti?? Svo stóðum við bara og veltum þessu fyrir okkur, hvarflaði ekki að manni að hlaupa út einu sinni þótt svo að byggingin gjörsamlega nötraði og skalf og skilti og fleira sveifluðust til og frá. Og við sem búum hér á miðju eldfjalla og jarðskjálftasvæði...."something wrong with this picture?". Annars staðar voru ekki aðrir eins heppnir en sluppu með skrekkinn.
Annars er ég að fara yfir um af tilhlökkun að fara í sólina, sandinn og sjóinn...mmmmmmmmm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.