21.7.2008 | 18:12
Mér finnst rigningin góð...já eða þannig
Jú jú rigningin er alveg svona rétt mátulega ágæt...góð fyrir gróðurinn sagði einhver spekingur. Annars var helgin svo skemmtileg að það má alveg rigna fyrir mér Ég var að spá í að stela færslunni hennar Erlu eins og Birgir gerði en ég ákvað að það yrði frekar "lame" þannig að ég rugla bara eitthvað sjálf. Fórum upp í bústað á föstudagskvöldið sem var rosalega fínt, svo brunuðum við á Apavatn til Erlu og Birgis og áttum frábæran dag og kvöld með skemmtilegu fólki. Stóru börnin voru reyndar hjá ömmu sinni og afa. Nú er bara að byrja að plana útileguhelgina með allt pakkið með sér
Er annars í einhverju breytingar stuði - kannski ég ætti að breyta stofunni einu sinni enn....humm..eða klára það sem ég á eftir að klára áður en það klárast aldrei
Svo á Gunnar Logi minn afmæli næstu helgi og það er víst bíóferð með vinunum á óskalistanum
Nokkrar myndir úr útilegunni undir : Sumar 08
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra helgi ...og takk fyrir að stela ekki færslunni minni!!!....
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.7.2008 kl. 18:50
Hvaða hvaða þetta var fullkomin færsla til að stela, ég gat ekki sleppt svona góðu tækifæri :)
Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:12
Já og takk fyrir góða helgi, það var mjög gaman að fá ykkur í heimsókn.
Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:12
gott að þið eruð að njóta sumars!
Erna Lilliendahl, 21.7.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.