27.7.2008 | 22:00
Til hamingju með afmælið elsku Gunnar Logi minn!
27.júlí 1996 var mjööög stór dagur í mínu lífi, reyndar átti sá dagur ekkert að renna upp fyrr en um 26. sept en gaurinn ákvað að drífa sig bara í heiminn. Gunnar Logi fæddist 8 merkur og 45 cm, stór og myndarlegur miðað við að vera 2 mánuðum of fljótur Fyrsta barn og allt nýtt, tilhlökkunartilfinningar í bland við smá hræðslu og kvíða fyrir hinu óvænta og hinu nýju fyrir mig 22 ára "krakka" og Tomma pabba hans 23 ára. 12 ár eru liðin - ótrúlegt er þetta litla kríli orðið að stórum strák, næstum jafnstór og ég orðinn Úff og ekki langt að líða að unglingaárin fari að segja til sín....tala nú ekki um fermingu! hahaha
Til hamingju með afmælið elsku strákurinn minn
Afmælisdagurinn fór nú ekki alveg eins og planað var, ætluðum að hafa smá afmæliskaffi kl. 16 en ég endaði upp á spítala með vökva í æð og engin kaka.... en við bætum það upp á morgun þá verður sko bökuð rosa súkkulaðikaka með fullt af nammi
Athugasemdir
Innilega til lukku með elsku Gunnar Loga
Erna Lilliendahl, 27.7.2008 kl. 22:58
Þeir hefðu nú getað gefið þér köku í æð... Til lukku með pjakkinn!
Sigurlaug Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:13
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 5.8.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.