Róleg verslunarmannahelgi

Áttum mjög notalega helgi í Brekkubæ í Kjósinni um helgina. Notuðum tímann til að dytta að hinu að þessu þ.a.m. mála og laga . Svo komu Erla, Lauga, Elvar, Ísabella og Múfu í mat á laugardeginum til okkar og það var mjög notalegt að fá þau í heimsókn. Við ákváðum að prufa soldið nýtt og grilluðum lambalæri í holu. Ég mæli með þessari aðferð , rosalega gott!!  Lauga er orðin algjör bumbulína og lítur svakalega vel út Smile Múfú alltaf í stuði og Elvar sýndi snilldartakta með fótboltann með krökkunum. Svo gisti Ísabella með okkur út helgina. Unnar og Gunnar voru bara í nokkuð góðu stuði og Frosti sýndi hvað hann getur gert með spýtum, sög og nokkrum skrúfum og smíðaði þennan fína ramp upp á pallinn.  Kissing  Svo fórum við að veiða út á bátnum en veiddum því miður ekki neitt Bandit 

Vinnuvikan annars meira en hálfnuð og hlakka til að fara í brúðkaup til Brynjólfs frænda á laugardaginn næsta LoL 

Svo styttist í að skólinn byrji hmmm....Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Takk fyrir síðast elskan ....Ertu annars ekki örugglega búin að kaupa þér nýtt pennaveski?...og endurskinsmerki??

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.8.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Auður Guðfinna Sigurðardóttir

Hehe já ég þarf að fara að huga að pennaveski....og þurfa ekki allir skólakrakkar að vera með endurskinsmerki!!

Auður Guðfinna Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 21:13

3 identicon

Ég man það svo vel þegar ég var ungur og vitlaus og var að hefja mína skólagöngu......ahhhhh mig minnir að það hafi verið á þeim tímum þegar útvarpsstjóri var enn á skítalaunum og Búnaðarbankinn sigldi lygnan sjó. Þetta var þegar R-listinn var upp á sitt besta og það öllum var ráðlagt að kaupa hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu.....hahahahaha good old days.

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Auður Guðfinna Sigurðardóttir

Hahahahaha.... já nú er öldin önnur og Ómar er ekki enn með neitt hár

Auður Guðfinna Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband