20.10.2008 | 12:39
Skóla, jóla, hjóla hvað
Nú er bara allt crazy að gera, tókum reyndar rólega helgi, lærði ekki neitt!! Fórum í yndislegt matarboð hjá Dísu vinkonu Birgis og fengum alveg æðislegan mat í skemmtilegum félagsskap! mmmm Takk fyrir okkur! Ætluðum að fara að mála bæinn eitthvað rauðan en það tókst ekki betur en svo að við fórum heim um 1 leytið sem var reyndar bara gott. Afrekuðum að mála aðeins upp á Grensásvegi á laugardeginum þar sem Unnar fór til pabba síns.
Gunnar Logi fór svo á námskeið laugardag og sunnudag með öðrum krökkum með CP , markmiðið var svona að þjappa krökkunum saman og fá þau til að ræða aðeins sín á milli þeirra persónulegu reynslur að vera með fötlum og annað í þeim dúr , svo var líka bara haft það gaman:) Mér fannst nú á Gunnari að hann hafi nú bara haft nokkuð gaman af þessu, stjórnendurnir hrósuðu honum mikið að vera svona opinn, duglegur að tjá sig og fá hina til að opna sig aðeins líka.
Framundan er svo próf í tölfræði , mín langsterkasta hlið...ehh Hlakka rosalega til.......
Svo er bara kominn snjór...haldiðið að það sé nú....
Athugasemdir
Gott að fá fregnir af ykkur Mosfellingunum ;) og efast ekki um að þú rúllir upp skólanum ;)
Erna Lilliendahl, 21.10.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.