Stressköst og aðrar tilfæringar t.d. lyftingar

AAAARRRGGG.... ég held ég sé haldin prófkvíða af versta tagi. Aðeins rétt rúmlega 2 vikur eftir af skólanum. Jólaprófin byrja 4 des og ég er í kvíðakasti. Blóðþrýstingurinn búinn að hækka töluvert, hvæst á fjölskyldumeðlimi þegar súrmjólkin klárast, farið á klósettið 2svar á dag með magapínu, hálsrígur og vöðvabólga, eirðarleysi, einbeitingarleysi, kæruleysi, andleysi, vonleysi og jú mig langar miklu frekar að taka til í geymslunni, bóna bílinn, þrífa klósettið eða þrífa með eyrnapinna í öll horn. Fór reyndar í voða dekur um daginn - átti nebblega gjafabréf í Laugar Spa í andlitsbað mmmmm...þvílík sæla hefði alveg getað legið þar út desember, jahh allavega til svona 20.des.

Byrjaði meira að segja að fara aðeins í ræktina aftur , jahh allavega 2svar 3svar...uhhh

En nóg um væl og vein og svoleiðis þunglyndisrugl. Bíð spennt eftir fyrsta erfingjanum í Drekahellinum hjá þeim Laugu og Elvari, bóndinn verður 35 ára á mánudaginn, sé fram á notaleg jól og gott jólafrí þegar stressinu er lokið...reyni að halda dauðahaldi í öll tilhlökkunarefni, samkomur, félagsskap og eitthvað sem gefur manni ljósið í myrkrinu Cool

Er að fara í leikhús á föstudagskvöldið með agalega skemmtilegu fólki og það mun næsta víst verða skemmtilegt.

En svona til að toppa daginn þá er skemmtileg frétt á www.slf.is - Gunnar Logi "litli" strákurinn minn að taka á því - 12 ára og efnilegur:

http://www.slf.is/styrktarfelag-lamadra-og-fatladra/frettir/nr/336/

LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Elsku yndið mitt.....þetta gengur yfir og þú átt eftir að standa þig með stæl. Ekki spurning  Svo held ég bara að þú þurfir að fá Gunnar til að taka þig í einkaþjálfun!!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.11.2008 kl. 18:02

2 identicon

lalala leikhús vei

hlakka til

Hildur Þöll (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:59

3 identicon

Ooooo, var ekki gaman í gær?

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband