Babb í bátinn!

Var að læra nýtt orð í dag. Að norpa! Sumum finnst ég eflaust heldur sein að fara að læra ný orð svona á gamals aldri og aðrir eflaust hneykslast á því að ég hafði aldrei heyrt þetta áður. Að norpa úti í kuldanum.... er samt í raun engu nær hvað "norpa" þýðir? Er það að hanga úti í kulda, eða úti almennt, norpa virðist vera oft samferða kulda eða útiveru ...kannski svipað að hýrast...við hýrumst ekki mikið í hita en við virðum hýrast úti í kuldanum frekar. Hýrast...hmm..næstum engu nær heldur hvað hýrast þýðir.  Annað datt mér í hug t.d. "nú kom babb í bátinn" ...hvað er þetta "babb"! Abbabbabb...nei ekkert með það að gera...skýringin sem alfræðiorðaritið gefur er einhvers konar óánægju babbl skipverja...eða kannski skylt "bobba" ... hann kom honum í bobba...sem sagt vandræði sem sagt einhvers konar vandræði..."nú kom bobb í bátinn" ?? Litlu nær  Shocking  Mér finnst að við ættum að taka upp orðbragðið "sá er nú prettóttur" en það heyrist nú sjaldan núrorðið. Svik og prettir að mínu mati LoL

En vá hvað ég er komin núna langt frá kunnáttu minni í okkar ylhýra máli (er yppsilon y í "ylhýra" annars?

Bara svona pælingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Okkar ástkæra ylhýra er alltaf jafn ljúft...

Erna Lilliendahl, 24.4.2008 kl. 20:42

2 identicon

Veistu elsku hjartans krúslan mín að mér finnst fólk aldrei vera orðið of gamalt til að læra neitt..... frekar ef eitthvað er þa er fólk FYRST orðið GAMALT þegar það HÆTTIR að vilja læra!!! Það er min skoðun allavega þannig að þú ert augljóslega unglamb elskan mín híhíhíhíhí (af hverju helduru að ég sé enn í skóla??)hahahah

Steinunn Hall (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband