Brjóst, agi og smokkar!

Horfði á Dr. Phil í gær, og umræðan var nokkur heit mál sem eru í umræðunni, kannski meira í the usa en hér en samt eflaust líka hér oftar en ekki. Hvað finnst ykkur:

feeding1. Að gefa brjóst á almannafæri? Er það í lagi eða eiga mjólkandi mæður að taka tillit til "umhverfisins" og hylja sig á meðan þær gefa litlu krílunum.

 

 

kids2. Er í lagi að aga annarra manna börn ef þau gera eitthvað á þinn hlut út í samfélaginu s.s. í garðinum, á veitingastöðum og svo framvegis.

 

 

 

Condoms3. Á að gefa smokka í grunnskólum til forvarna?

 

 

 

OK...heit mál hmm..og ég skora á ykkur að koma með ykkar innlegg.

Það sem kom fram í þættinum var eitthvað á þessa leið:

1. Viðhorfin sem fram komu :

a)Já að sjálfsögðu, við erum komin svo langt frá öllu náttúrulegu að það að gefa brjóst er talið vera ógeðslegt jafnvel. Þetta er það náttúrulegasta í heimi - ég ætla ekki að kurlast inn á einhverju skítugu klósetti á meðan barnið mitt borðar matinn sinn. Ég sest niður hvar og hvenær sem er þegar það er svangt og mér gæti ekki verið meira sama um hvað aðrir hugsa.

b)Ég hef ekkert á móti brjóstagjöf en vil bara ekki að brjóstum sé neytt í andlitið á mér á meðan á þeim stendur. Mér finnst það ógeðslegt. Ég kæri mig ekkert um að horfa upp á mæður sletta brjóstunum út á almannafæri. Mæðurnar og börnin eru færanleg og ekkert því til fyrirstöðu að þær geti fært sig á afvikinn stað eða jafnvel hulið þann part sem þær þurfa að bera til að bera sig að. Mér finnst að tillit má taka til þeirra sem þetta fer fyrir "brjóstið" á.

2. Viðhorfin:

a) Já að sjálfsögðu læt ég ekki öskra í eyrun á mér, sparka í mig, bíta jafnvel. Ég segi hvað mér finnst um það og læt börnin heyra að þetta sé nú bara ekki í boði. Ef börn geta ekki hagað sér á almannafæri þá eiga foreldrarnir ekki að vera að fara með þau þar sem þau treysta sér ekki til að hafa hemil á þeim. Hef ekkert á móti börnum og skil að þau geta verið með ólæti og það er eðlilegt stundum en sum hegðun er langt frá þeim mörkum sem ég er tilbúin að þola og finnst það súrt þegar foreldrarnir líta bara í aðra átt og skipta sér ekkert að þeim.

b) Hver ert þú að dæma um hvernig á ala upp mín börn og hefur ekkert með að gera að skipta þér af hvort það uppeldi er gott eða slæmt. Ég læt enga segja mínum börnum hvað á að gera eða ekki gera. Það er mitt hlutverk.

3. Viðhorfin:

a) Að sjálfsögðu eiga smokkar að vera aðgengilegir í skólum. Börn í dag lifa kynlífi mun fyrr en áður og þau verða að hafa þetta aðgengilegt þar sem oftar en ekki eru þau of feimin til að nálgast þetta sjálf. Þau munu prufa sig áfram hvort sem okkur líkar það betur eða verr "its human nature". Þau verða að vita staðreyndir varðandi notkun smokka og hvað það getur komið í veg fyrir s.s. þungun og kynsjúkdóma fyrst og fremst. Einnig er nauðsynlegt að kynfræðsla byrji snemma og umræður varðandi þessi málefni samfara dreifingu verja. Þau verða líka að vita hvernig á að nota þetta.

b) Ég er alfarið á móti því að smokkar séu gefnir út í skólum. Það er eins og að rétta barni sígarettu og segja því að það sé í lagi að reykja. Með því að dreifa smokkum út um allt erum við að gefa krökkum skilaboð um að við séum samþykk því að þau fari að stunda kynlíf þá og þegar. Við ættum frekar að kenna krökkum skírlífi og kosti þess. Að sjálfsögðu er fræðsla nauðsynleg um þessi málefni og þau eiga vita að smokkar geti komið í veg fyrir kynsjúkdóma og þunganir en fyrst og fremst að best sé að sleppa kynlífi þangað til að þau eru orðin nógu gömul til að taka ábyrgð.

Eflaust eru margar hliðar á þessu málefnum og ekki allt klippt og skorið , einnig er þetta tekið úr amerískum þætti sem ekki endilega endurspeglar íslenskt samfélag....eða hvað? Hvað finnst ykkur??  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Auður...þú ert komin með mitt atkvæði . Ritgerðarkommentið kemur svo á morgun...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 26.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband